Floyd og banamaður hans unnu áður á sama klúbbi – skipulagðir öfgahópar eyðileggja mótmæli blökkumanna

Georg Floyd sem lét lífið við handtöku lögreglunnar og lögreglumaðurinn Derek Chauvin sem nú er ákærður fyrir morð

Eftir að George Floyd var handtekinn og missti lífið í Minneapolis hefur lögreglumaðurinn Derek Chauvin sem fór harkalega að Floyd verið handtekinn grunaður um morð og þrír lögreglumenn sem voru með honum á staðnum verið reknir.

Mikil alda mótmæla breiddist út í Bandaríkjunum og réðust mótmælendur á lögreglustöðina þar sem Derk Chauvin vann á og mótmæltu illri framkomu lögreglunnar við svertingja og kröfðust þess að þrír starfsfélagar Chauvin hlytu einnig réttarfarslega meðferð. 


Lögreglumaðurinn Derek Chauvin sem handtók George Floyd fyrir hnupl að sögn þvingaði Floyd á jörðuna og þrýsti hnénu á hálsi hans þar til að hann missti meðvitund og týndi síðan lífinu. Vegfarendur sáu atburðinn og til er 10 mínútna langt myndband á netinu sem er svo átakanlegt að það verður ekki birt hér en kaflar úr myndbandinu hafa verið sýndir á mörgum fréttamiðlum um allan heim og má sjá hér fyrir neðan.

Þrátt fyrir að Floyd bæði fyrir lífi sínu og sagðist ekki ná andanum hélt Chauvin áfram að þrengja að honum þar til að hann hætti að anda. Hræddir og reiðir vegfarendur reyndu að stöðva leikinn en lögreglumennirnir með Chauvin héltu þeim burtu á meðan Chauvin bókstaflega murkaði lífið úr blökkumanninn.

Atburðurinn hefur vakið gífurlega reiði í Bandaríkjunum og framkoma lögreglumannanna fordæmd. Blökkumenn hófu mótmæli og krefjast þess að félagar Chauvin sem hindruðu vegfarendur að koma Floyd til hjálpar verði kærðir fyrir aðstoð við mannsdráp. Síðar breiddust mótmælin út til annarra stórborga eins og New York og Washington og var kveikt í bílum, búðir og hús brennd og eyðilegging höfð frammi skv. Fox News.  

Þrátt fyrir útgöngubann í borginni virtu þúsundir mótmæla ekk bannið og þurfti borgarstjóri Minneapolis að kalla út allt tiltækt lögreglulið til að lægja öldurnar.


Skv. fréttum kstp news unnu bæði Floyd og Chauvin sem öryggisverðir á sama klúbbi í suður Minneapolis  áður en klúbburinn var seldur fyrir u.þ.b. hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi aðgerðir öfgahópa sem fóru út á götur til að eyðileggja byggingar og samtímis eyðileggja lýðræðisleg mótmæli blökkumanna gegn rasisma innan lögreglunnar. 


Twitter sem leggur Bandaríkjaforseta í einelti með ritskoðunum sagði tíst hans um mótmælin brjóta í bága við reglur Twitter en Hvíta húsið hefur sent frá sér bréf frá Twitter þar sem lýst er yfir að reglur fyrirtækisins hafi ekki verið brotnar. 

Smelltu hér til þess að sjá frétt Fox um málið

Smelltu hér til þess að lesa umfjöllun Express

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila