Bandaríkin gætu þurft að setja B52 sprengjuflugvélar í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn í fyrsta sinn frá 1991

Síðan Biden tók við embætti forseta Bandaríkjanna hefur hann verið iðinn við að uppnefna þjóðarleiðtoga og kasta málum í kekki. Núna segir Pentagon sérstaka hættu vera á kjarnorkustríði, þar sem Bandaríkin séu í fyrsta skipti að kljást við tvö önnur kjarnorkuveldi samtímis: Rússland og Kína.

Aðmíráll Charles Richard sagði á blaðamannafundi í Pentagon (sjá myndband að neðan), að Bandaríkin gætu neyðst til þess í fyrsta sinn síðan 1991 að hafa B52 sprengjuflugvélar sínar í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn. Hættan á kjarnorkustríði hefur aukist verulega að sögn aðmírálsins vegna aukinnar nærveru Rússlands við landamæri Úkraínu og árekstrum við Kína í Kínahafi.

Charles Richard aðmíráll telur kjarnorkustyrjöld yfirvofandi hættu svo Bandaríkin verði að vera í viðbragsstöðu. Umræður eru um aukið fjármagn sem demókratar láta til hersins til endurnýjunar kjarnorkuvopna.

Samkvæmt Fox News hefur Pentagon mestar áhyggjur af þv núna, að Rússland hafi getuna að slá út kjarnorkuherstyrk Bandaríkjanna með óvæntri skyndilegri kjarnorkuárás. Allt frá byrjun kalda stríðsins hefur þetta verið martröð bandarískra hersérfræðinga. Bandaríkin ráða yfir hundruðum langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnaodda og hægt er að skjóta með nokkurra mínútna fyrirvara frá þremur fylkjum í Bandaríkjunum. Verið er að afnema þetta kerfi og svipað kerfi á kjarnorkukafbátum, sem ekki er jafn nákvæmt og þegar eldflaugum er skotið frá landi.

Fáium datt í hug, að Bandaríkin myndu ár 2021 þurfa að treysta á B52 sprengjuflugvélar sem voru hannaðar á fimmta áratug fyrri aldar og framleiddar á árunum 1952 – 1962. Hersérfræðingar sögðu þegar á áttunda áratugnum að vélarnar væru gamaldags og „það væri ekki við hæfi fyrir alvöru herveldi” að reyna að komast gegnum sovéskar loftvarnir með 25 ára gömlum sprengjuvélum. Bandaríski hersérfræðingurinn Edward Luttwak sagði ár 1979, að B52 flugvélarnar væru nothæfar fram til ársins 1995.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila