Heimsmálin: Eðli faraldursins í Bandaríkjunum af allt öðrum toga en á Íslandi

Eðli Kórónaveirufaraldursins er af allt öðrum toga en hér á Íslandi enda eru þessi samfélög mjög ólík hvað stærð varðar og uppbyggingu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Guðmundur bendir á að til dæmis sé gríðarstórt neðanjarðarlestarkerfi í New York þar sem milljónir manna eiga samskipti og ferðist samanog nefnir Guðmundur að sem dæmi um hversu margir ferðist með kerfinu þá ferðist 3 milljónir manna á degi hverjum til Manhattan eyju og það gefi augaleið að smit geti breiðst út við slíkar aðstæður

svo eru það topparnir á faraldrinum, því í Bandaríkjunum er allt svo stórt og borgirnar stórar að það koma toppar í borgunum en ekki í heild yfir landið allt, þegar það kemur toppur í einni borg, getur verið að nokkrar vikur séu í að toppar verði í annari borg.“,segir Guðmundur.


Kínversk stjórnvöld dreifa ósönnum frásögnum um uppruna veirunnar


Guðmundur greindi frá því í þættinum að Kínverjar hafi haldið því fram að veiran sé til komin frá Bandaríkjunum

þeir segja að þetta sé vopn frá Bandaríska hernum, þeir eru um allan heim með þennan áróður“. Þá segir Guðmundur að þetta sé ekki eini ósanni áróðurinn sem Kínverjar hafa haldið fram “ þeir eru að halda því fram að framleiðsla hjá þeim sé komin af stað aftur en það er bara ekki rétt, það er allt stopp, geta þeir bent á hvert þeir eru að selja framleiðsluafurðirnar?„.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila