Bandaríkjastjórn slítur samskiptum við WHO

Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti 29. maí að Bandaríkin ljúki öllum samskiptum sínum við WHO vegna kínverskrar íhlutunar í WHO og hvernig stofnunin brást of seint og illa við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi s.l. föstudag vegna útgöngu Bandaríkjanna úr WHO:„Vegna mistaka stofnunarinnar sem ekki hefur framkvæmt aðgerðir sem beðið var um eða endurbætur sem mikil þörf var á, þá munum við slíta sambandi okkar við Alþjóða Heilbrigðisstofnunina og nota fjármunina í staðinn til annarra bráðnauðsynlegra heilbrigðisþarfa í heiminum”. 

Donald Trump hafði áður tilkynnt að Bandaríkjastjórn stöðvaði fjárgreiðslur til stofnunarinnar með þeim orðum að ef ekki yrðu gerðar „meiri háttar endurbætur” myndu Bandaríkin hætta samskiptum við WHO. Bandaríkin voru stærstu fjárveitendur WHO með um 450 milljón dollara ársgreiðslu á meðan t.d. Kína greiðir níu sinnum minna eða um 50 milljón dollara á ári.


Bandaríkjastjórn gagnrýnir áróður WHO um „gegnsæi Kína” í baráttunni gegn kórónuveirinu og fyrir að hafa ekki hlustað á aðvaranir Taiwan ásamt því að hafa dreift röngum fullyrðingum yfirvalda Kína um að veiran smitaðist ekki á milli fólks. Benti Trump m.a. á andstöðu starfsmanna WHO við ákvörðun Bandaríkjastjórnar að setja ferðabann á Kína í upphafi kórónufaraldursins. Fór Bandaríkjaforseti hörðum orðum um yfirvöld Kína sem „hunsuðu tilkynningaskyldur sínar um veiruna og beittu WHO þrýstingi til að afvegaleiða heiminn, þegar hægt hefði verið að bjarga mörgum mannslífum og koma í veg fyrir efnahagslegt áfall”.
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila