Bandaríkjaforseti Donald Trump í kveðjuræðu: „Hreyfingin sem við höfum stofnað er rétt byrjuð“

Í kveðjuræðu Donald Trumps í gærkvöldi sagði Bandaríkjaforseti að hann myndi biðja fyrir velgengni nýju ríkisstjórnarinnar. Ræðuna má sjá á myndbandi hér að neðan. Öll ræðan á ensku máli hér.

Allir skipta máli – enginn skilinn útundan

„Við erum – og munum alltaf verða – land vonar, birtu og heiðurs fyrir allan heiminn. Þessa viku mun ný ríkisstjórn taka við og við biðjum fyrir velgengni hennar til að vernda Bandaríkin og fá þau að blómstra. Við gerðum það sem við komum til að gera – og miklu meira en það. Framar öllu höfum við endurvakið hina göfugu hugmynd, að ríkisstjórn Bandaríkjanna er ábyrg gerða sinna gagnvart fólkinu.“

„Við endurreistum þá hugmynd að enginn verður skilinn útundan í Bandaríkjunum – vegna þess að allir skipta máli og hver og einn hefur rödd. Ég barðist hart, tók harðasta slaginn, erfiðustu ákvarðanirnar – vegna þess að þið kusuð mig til að gera það. Stefna okkar var ekki um vinstri eða hægri, hún var ekki um Repúblikana eða Demókrata heldur um hvað væri þjóðinni fyrir bestu, allri þjóðinni.“

Stoltur af því að vera fyrsti forsetinn í áratugi sem ekki hefur hafið styrjaldir

Trump bætti því við að á miðvikudag (í dag) munu Bandaríkin „fá nýja ríkisstjórn og þau biðja fyrir velgengni hennar til að vernda Bandaríkin og láta þau blómstra.“ Sem æðsti yfirmaður hermála lyfti hann einnig fram hvað honum fannst vera besti árangur ríkisstjórnarinnar eins og að koma á eðlilegu sambandi í Miðausturlöndum og vandann í samskiptum við Kommúnistaflokk Kína. Hann benti á þá staðreynd að hann hefði ekki byrjað neinar styrjaldir – sem fyrsti forsetinn í áratugi.

„Við blésum krafti í bandalög okkar og söfnuðum þjóðum heims til að mæta Kína sem aldrei hafði áður verið gert. Afleiðingarnar af djarfri stefnu okkar og raunsæi voru sögulegir friðarsamningar í Miðausturlöndum. Þeir skapa sólarupprás nýrra Miðausturlanda og við flytjum hermenn okkar heim. Ég er sérstaklega stoltur af því að vera fyrsti forsetinn í áratugi sem ekki hefur byrjað neinar nýjar styrjaldir.“

Hreyfingin er rétt að byrja

Trump fordæmdi ofbeldið í Washington D.C. þegar ráðist var inn í þinghúsið á meðan sameiginlegur fundur beggja deilda stóð yfir. Hann þakkaði mörgum einstaklingum og nefndi sérstaklega eiginkonu sína Melania Trump forsetafrú ásamt öðrum í fjölskyldunni, varaforsetanum Pence og fjölskyldu hans og einnig öðru starfsfólki ásamt leyniþjónustu Bandaríkjanna. Í ræðunni gætti bjartsýni, þegar forsetinn nefndi að sköpuð hefði verið öflug stjórnmálahreyfing.

„Núna þegar ég undirbý að láta völdin í hendur nýrrar ríkisstjórnar á miðvikudag, þá vil ég láta ykkur vita að hreyfingin sem við höfum skapað er rétt að byrja“

Starfsmenn Hvíta Hússins segja að ræðan hafi verið tekin upp s.l. mánudag. Trump mun yfirgefa Hvíta Húsið miðvikudagsmorgun, hann verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn Joe Biden. Trump náði að tilkynna það áður en lokað var fyrir möguleika hans að nota Twitter.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila