Bandaríkjaforseti í bólusetningarstyrjöld við eigin landsmenn – reynir að eyðileggja atvinnumöguleika 84 milljón manns – þrátt fyrir lögbann

Þrátt fyrir lögbann dómstóls í Bandaríkjunum, keyrir Biden áfram með skipun vegna „neyðarástands“ til að koma á bólusetningarþvingunum á hendur starfsmönnum einkafyrirtækja með fleiri en 100 starfsmenn. (Mynd © Gage Skidmore CC 2.0)

Lýsa yfir neyðarástandi til að þvinga 84 milljónir manns að láta bólusetja sig

Biden-stjórnin lagði fram neyðarskipun í gær þriðjudag um að endurvirkja bólusetningarskipun ríkisstjórnarinnar gegn einkafyrirtækjum eftir að fimmti áfrýjunardómstóllinn hafði lokað og stöðvað fyrri þvingandi bólusetningarskipun forsetans að fullu.

Fyrr í þessum mánuði dæmdi dómstóll í New Orleans að forsetaskipunin, sem Biden gaf áður út um þvingandi bólusetningarskyldu yrði sett á ís. Wall Street Journal segir, að tillaga dómsmálaráðuneytisins í gær hafi verið lögð fyrir sjötta áfrýjunardómstól Bandaríkjanna í Cincinnati.

Sjötti áfrýjunardómstóllinn var tilnefndur í síðustu viku af alríkisdómsnefnd til að ákveða lagalegar áskoranir, sem tengjast þvingandi bólusetningartilhögun ríkisstjórnarinnar. Dómstóllinn hefur heimild til að fallast á beiðni stjórnvalda um að ógilda niðurstöðu dómstólsins í New Orleans.

Dómsmálaráðuneytið hélt því fram að OSHA-reglurnar endurspegli „dóm stofnunarinnar um, að þessar ráðstafanir séu nauðsynlegar til að draga úr smiti COVID-19 á vinnustöðum og þeim alvarlega skaða, sem veiran veldur starfsmönnum.“ (OSHA stendur fyrir Occupational Safety and Health Administration).

Mikill fjöldi ákæra gegn neyðarskipuninni af hálfu fylkja, fyrirtækja og verkalýðsfélaga

Fjöldi ríkja undir forystu repúblikana; vinnuveitendur, verkalýðsfélög og einkaaðilar hafa hafið málsókn gegn neyðarskipuninni – sem krefst þess að fyrirtæki með 100 eða fleiri starfsmenn tryggi, að allir starfsmenn séu bólusettir eða fari reglulega í covid-próf.

Almennt er því haldið fram af hálfu kærenda, að OSHA sé liður í ólögmætu valdboði stjórnvalda gagnvart einkafyrirtækjum. Samkvæmt neyðarskipuninni verða starfsmenn að láta bólusetja sig fyrir 4. janúar eða fara vikulega í próf á eigin kostnað og vera með grímu í vinnunni.

Biden notar stórsleggju af einni stærð sem gerir engan greinarmun á stærðum né eðli fyrirtækja

Vinnuveitendur eiga yfir höfði sér sekt allt að $13.653 fyrir hvert brot eða $136.532 fyrir endurtekin brot og þeirra, sem eru staðráðnir í að hunsa bólusetningarnar. Áætlað er að neyðarskipunin nái til samtals 84 milljóna starfsmanna hjá fyrirtækjum með 100 eða fleiri starfsmenn. Talið er að verði hún að veruleika muni gríðarleg efnahagsleg eyðilegging á atvinnulífi og lífi einstaklinga eiga sér stað. En lögfræðingar Hvíta hússins hafna öllum slíkum rannsóknum og skýrslum.

Kurt Engelhardt dómari hjá dómstólnum sem áður stöðvaði fyrirskipun Hvíta hússins, segir að hann hafi „verulegar“ áhyggjur af því, hvort skipunin standist stjórnarskrá Bandaríkjanna.

„Þvingunin er ótrúlega víðtæk“ skrifaði hann í áliti meirihlutans. „Þvingunin er sleggja af einni stærð, sem varla sýnir tilburði til að gera grein á mismunandi vinnustöðum (og verkafólki).“

Dómsmálaráðuneytið hótar að „verja neyðarskipunina af öllum krafti.“

Deila