Heimsmálin: Drónarás Bandaríkjamanna á Qassem Soleimani mikil ögrun

Drónaárás sem bandaríski herinn gerði á bílalest og feldi meðal annars Qassem Soleimani einum æðsta yfirmanns íranska byltingarvarðarins er gríðarleg ögrun gagnvart Íran og gæti haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur bendir á að Soleimani hafi ekki aðeins verið veraldlegur leiðtogi heldur einnig nokkurs konar andlegur leiðtogi og því hafi hann notið mikillar virðingar almennings, íranska hersins og ákveðinna afla, afla sem nú þegar hafa meðal annars hótað hefndum.

Þá segir Haukur að skýringum bandaríkjamanna um að varnaraðgerð hafi verið að ræða verði líklega tekið fálega

það er ekki mjög diplómatískt að koma með þær skýringar og það er ekki ólíklegt að þeim verði ekki trúað, líklegt er miðað við yfirlýsingar ráðamanna í Bandaríkjunum að árásinni sé ætlað að vekja athygli„,segir Haukur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila