Myndi glaður samþykkja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Íslandi

Brynjar Níelsson þingmaður Samfylkingarinnar

Ef Bandaríkjaher myndi óska eftir því að fá að setja upp flotastöð á Íslandi myndi Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins samþykkja það með glöðu geði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Brynjars í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni þingmanni Samfylkingarinnar.

Í þættinum var samstarf þjóða á alþjóðavettvangi til umfjöllunar. Sagði Brynjar í þættinum að það væri einfaldlega af hinu góða að þjóðir væru í varnarsamstarfi og það væri sjálfsagt mál að hýsa útstöð Bandaríkjahers yrði beðið um það

af hverju ættum við ekki að gera það?, það er bara sjálfsagt mál en þetta er nú alltaf spurning um hvað er uppi á teningnum hverju sinni hvort þetta sé yfirleitt í umræðunni, mér finnst þetta nú kannski ekki mikið í umræðunni nú um stundir, og kannski ekki nógu mikið að mínu mati„,segir Brynjar.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila