Bandarískum hermönnum á eftir að fjölga verulega hér á landi

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur

Bandaríkjaher á eftir að auka umsvif sín mjög hér á landi á næstu árum og hermenn á Íslandi verða um 15 þúsund innan fárra ára. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Guðmundur segir Bandaríkjamenn vilja auka lið sitt hér á landi til þess meðal annars að halda kínverjum í skefjum en eins og kunnugt er hafa þeir reist þrjá alþjóðaflugvelli á Grænlandi á síðustu árum, þetta sé ein ástæðan fyrir komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands

nú vilja kínverjar til dæmis kaupa Leifsstöð, þeir eru að breiða úr sér mjög víða en það á ekki að leyfa þeim að kaupa Leifssöð, ég vil að minnsta kosti ekki sjá það verða að veruleika„,segir Guðmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila