Bandaríkjamenn flytja burtu fjölskyldur sendiráðsstarfsmanna í Úkraínu – Bandaríkjamönnum sagt að yfirgefa Úkraínu með farþegaflugi á meðan hægt er

Fundarhöld stórveldanna bera engan árangur. Bandaríkjamenn dæla inn vopnum til Úkraínu og flytja fjölskyldur starfsmanna sendiráðsins brott frá landinu. Enginn friðarvilji í augnsýn í Hvíta húsinu.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað fjölskyldum bandaríska sendiráðsins í Úkraínu að hefja brottflutning á mánudag, að sögn Fox News. Búist er við að utanríkisráðuneytið hvetji einnig bandaríska ríkisborgara í Úkraínu að hefja brottflutning frá landinu og taka flug heim til Bandaríkjanna.


Fox News greinir frá:

Utanríkisráðuneytið hefur fyrirskipað fjölskyldum bandarískra sendiráðsstarfsmanna í Úkraínu að byrja að yfirgefa landið strax á mánudag, segja bandarískir embættismenn við Fox News.

Í næstu viku er einnig búist við, að utanríkisráðuneytið segi Bandaríkjamönnum að yfirgefa Úkraínu með almennu flugi „á meðan þau eru enn tiltæk“ sagði einn embættismaður.

Seint á föstudagskvöld tilkynnti bandaríska sendiráðið í Úkraínu að fyrsta sending af skotfærum væru komin samkvæmt fyrirskipun Biden forseta. Bandarískir embættismenn segja að skotfærin séu megnið af 200.000 pundum þess, sem utanríkisráðuneytið kallar banvæna aðstoð – sem úkraínskir hermenn í fremstu víglínu þurfa á að halda.

Bandarísk stjórnvöld ætla að flytja „tonn“ af vopnum og skotfærum inn í Úkraínu á næstu dögum, segja embættismenn. Bandarískir embættismenn segja einnig við Fox, að búist sé við að Javelin skriðdrekaflugskeyti berist snemma í næstu viku frá Eystrasaltsríkjunum og frá birgðum Bandaríkjahers.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken hitti utanríkisráðherra Rússlands Sergey Laavrov í gær. Ekkert kom úr þeim samræðum en báðir ráðherrarnir ákváðu að halda umræðum áfram í næstu viku.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila