Ísland getur farið að dæmi Bandaríkjastjórnar og minnkað reglugerðafargan og valdasamþjöppun í baráttuni gegn kórónuveirunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti og varaforseti Mike Pence á blaðamannafundi Hvíta hússins 19. apríl s.l.    Mynd: Hvíta húsið

Hvíta húsið  vitnar í fréttabréfi sínu til greinar Christopher De Muth hjá Hudson stofnuninni í Wall Street Journal en þar segir ”að í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna grípur ríkisstjórnin til aðgerða gegn kreppu með afnámi reglugerðafargans og samþjöppun valds”. 

Fyrirsögn greinarinnar er ”Trump endurskrifar bók kreppuaðgerða”.
Í tilkynningu Hvíta hússins er útskýrt að

”framagjarnir stjórnmálamenn bæði í Washington og annars staðar í heiminum hafi aðeins eina eðlisávísun á krepputímum: að hrifsa til sín völd. Sem sjaldan gerist tímabundið og oftast ekki í neinum tengslum við ríkjandi ástand. Í staðinn stækka stjórnmálamenn báknið og auka á reglugerðafargan og halda því fram að stærri ríkisstjórn muni koma í veg fyrir næstu hættu.Hið gagnstæða gerist. 

Seig þunglamaleg viðbrögð á alþjóðavettvangi gerðu kórónufaraldurinn verri. Alþjóða heilsustofnunin WHO með 2,4 milljarða dollara árleg fjárlög undirbjó ekki heiminn fyrir kórónuveiruna – hún gerði lítið úr hættunni og hermdi eins og páfagaukur eftir útskýringum kínverska Kommúnistaflokksins um að veiran smitaðist ekki milli fólks.”


Bandaríkjastjórn telur mikilvægt að einfalda reglur og öll samskipti til að tryggja öruggari og flótvirkari árangur í baráttunni gegn k-veirunni. Íslenska ríkisstjórnin getur haft samband við góðan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi til að fræðast nánar um hvaða aðferðir henta best til að koma Bákninu Burt.
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila