Bandarísk flugárás í gærkvöldi á Sýrland í boði Joe Biden Bandaríkjaforseta – að minnsta kosti 17 drepnir

Gjörbreytt utanríkisstefna miðað við Donald Trump sem tilnefndur hefur verið til friðarverðlauna Nóbels. Joe Biden afgreiðir pantanar hermangara á færibandi.

Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna í Pentagon segja að Bandaríkin hafi gert árás á herstöðvar í austurhluta Sýrlands í gærkvöldi samkvæmt beinni fyrirskipun Joe Biden forseta Bandaríkjanna. Árásirnar voru gerðar í gærkvöldi og voru svar við nýlegum árásum á Bandaríkjamenn og samstarfsaðila þeirra í Írak að sögn Pentagon.

Samkvæmt sýrlensku Mannréttindastofnuninni SOHR, sem vakir yfir stríðinu í Sýrlandi frá Bretlandi, voru að minnsta kosti 17 stuðningshermenn Írans drepnir í árásinni. Einnig eyðillögðust a.m.k. þrír vörubílar, sem fluttu hergögn að sögn AFP.

CNN segir að þetta sé fyrsta þekkta opinbera árás Bandaríkjahers eftir að Joe Biden varð forseti Bandaríkjanna. Fyrirskipun Joe Biden varðaði ekki aðeins þessa einu árás í gærkveldi heldur einnig

„áframhaldandi árásir við ógnum gegn bandarískum starfsmönnum”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila