Bandaríska dómsmálaráðuneytið og 11 fylki kæra Google fyrir misnotkun vegna einokunarstöðu

Nokkrar af þeim fjölmörgu myndum sem finnast á netinu og sýna neikvæða ímynd einokunarfyrirtækisns Google fyrir frelsið í viðskiptum og tjáningum

Bandaríkjastjórn og 11 fylki hafa kært netrisann Google fyrir misnotkun á einokunarstöðu sinni á netinu. “Google er aðgangur að Internet og risi auglýsinga við leitun á netinu“ sagði aðstoðar ríkissaksóknarinn Jeff Rosen við blaðamenn. „Þeir hafa viðhaldið einokunarstöðu sinni nær eingöngu með útilokunaraðferðum sem ógna samkeppni. Kæran beinist að hjarta Google og einokunartökum þeirra á Internet sem milljónir bandarískra neytenda, auglýsenda, smáfyrirtækja og verktaka notar og brjóta í bága við samkeppnislög.“

Kæran var lögð fyrir dómstól í District of columbia í gær af ríkisstjórn Bandaríkjanna og 11 fylkjum – Arkansas, Florida, Georgia, Indiana, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Montana, South Carolina og Texas gegn Google Kaliforníu. Í 64 síðna ákæru segir að „stöðva verði ólöglega einokunarstöðu Google á mörkuðum almennra leitunarþjónustu, auglýsinga í sambandi við leitun á netinu og almennra auglýsinga í Bandaríkjunum með útilokunaraðferðum sem hindra samkeppni og til að komast hjá afleiðingum slíks háttalags.“

Einokunardyravörður Internets

Kærendur segja Goggle eiga eða stjórna um 80% alls markaðs fyrir leitarvélar og standa fyrir 90% allra netleitana í Bandaríkjunum og 95% af öllum netleitunum í símum. Markaðsafl Google byggist á gríðarlegri stærð og samningum sem fyrirtækið gerir og hindra frjálsa samkeppni. Eiga keppinautar erfitt um vik að komast inn á leitunarvélar og neyðast allir sem vilja gera viðskipti á netinu að nota afurðir Google. Sagt er að upprunalega fyrirtækið sé löngu horfið og í staðinn sé Google í dag orðið „einokunardyravörður Internets og eitt ríkasta fyrirtæki plánetunnar að andvirði á aðra trilljón dollara og 160 milljarða dollara árlegan vöxt.“

Mikilvægasta samkeppnismál okkar kynslóðar

Josh Hawley þingmaður Repúblikana og harður gagnrýnandi netrisans segir kæruna vera „mikilvægasta samkeppnismál okkar kynslóðar. Google og aðrir einokunar tæknirisar hafa einstakt vald á lífum venjulegra Bandaríkjamanna, þeir stjórna öllu frá fréttunum sem við lesum til öryggis er varðar dýpstu einkamál okkar.“

Google segir kæruna eyðileggja valmöguleika fólks á netinu

Kent Walker yfirmaður alþjóðaviðskipta hjá Google segir „kæruna vera mjög ábótavant. Fólk notar Google vegna þess að það kýs að gera það, ekki vegna þess að það sé tilneytt eða geti ekki fundið aðra valkosti. Þessi réttarhöld munu ekki gagna neytendum. Þvert á móti hjálpa þau lélegri leitunarvalkostum að komast af, hækka símaverð og gera fólki erfiðara að njóta þeirrar leitunarþjónustu sem fólk vill nota.“

Kæran kemur eftir að gagnrýni á Google og aðra netrisa hafa náð hámarki síðustu daga eftir að Facebook og Twitter lokuðu á alla sem gagnrýndu spillingu og hneysklsismál Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og son hans Hunter Biden. Dómsmálanefnd Bandaríkjaþings kallar forstjóra netrisanna til yfirheyrslu fljótlega vegna þöggunar á hneyksli Biden fjölskyldunnar.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila