Bandaríski þingmaðurinn Ted Cruz: „Google er hættulegasta fyrirtækið á yfirborði jarðar“

Bandaríski þingmaðurinn Ted Cruz segir í nýlegu viðtali við Breitbart að Google sé „hættulegasta fyrirtæki á yfirborði jarðar“ vegna stærðarinnar og þeirra valda sem fyrirtækið hefur vegna þess að það eitt sér og stjórnar mest allri leitun fólks á netinu. Cruz fer í fararbroddi Bandaríkjaþings gegn einokun netrisanna og stefnu þeirra að stjórna því hvað megi birtast á netinu og hvað ekki. Segir Ted Cruz netrisana vera sér í lagi stærsta ógn við frjálsar og heiðarlegar kosningar í Bandaríkjunum. Cruz minnti á yfirheyrslu yfir sálfræðingnum Dr. Robert Epstein 2019 sem bar vitni um möguleika netrisanna til að svindla. Þá kom það fram, að Google hafði með leitunarsvindli haft áhrif á að a.m.k. 2,6 milljónir kjósenda kusu Demókrata í forsetakosningunum 2016.

Netrisarnir þögguðu niður uppljóstranir um svindlmál Biden-fjölskyldunnar

Dr. Robert Epstein, sem er demókrati og kaus Hillary Clinton, var illur vegna þeirrar misnotkunar sem hann sá Google beita í krafti einokunarstöðu sinnar. Cruz nefndi einnig Twitter sem eins og Facebook ritskoðuðu uppljóstranir The New York Post á peningamálum Biden-fjölskyldunnar í Úkraínu og Kína. „Við höfðum þá nýlega haldið yfirheyrslu með Jack Dorsey (stofnanda og forstjóra Twitter) og þegar hann kom og bar vitni var hann með skegg sem leit út eins og hann hefði skriðið undan brúarstólpa.“ Íhlutun netrisanna getur hafa ráðið úrslitum forsetakosninganna, þar sem afar margir Demókrata segja, að þeir hefðu ekki kosið Biden ef þeir hefðu vitað um svindlmálin tengd honum.

Cruz segir Google og Twitter með mun verri íhlutun í málfrelsið en Facebook sem er „alvarlegt vandamál“ og það dugi að segja orðið málfrelsi til að Zuckerberger líti þá betur út en keppinautarnir vegna þess hversu Twitter og Google séu rotin fyrirtæki.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila