Bandarískir fjölmiðlar svo uppteknir af Trump að þeir töpuðu leiknum gegn honum

Ólafur Sigurðsson fyrrverandi fréttamaður

Bandarískir fjölmiðlar eru afar uppteknir af öllu því sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir og gerir og þannig hefur Donald Trump tekist að halda sér í umræðunni sem hann sjálfur veit að þeir sem vilja ná langt þurfa á að halda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Sigurðssonar fyrrverandi fréttamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Ólafur segir að þessi gríðarlegi áhugi fjölmiðla á Trump hafi í raun orðið þeim sjálfum, sér í lagi þeim sem tóku stöðu gegn Trump að falli

hver einasti ritstjóri byrjaði morguninn á því að athuga hvað Trump væri að segja á Twitter, og svo er því slegið upp sem frétt í öllum fjölmiðlunum, blöðum og hvaðeina og það látið fylgja að það sem Trump væri að segja væri tóm vitleysa, en tóku alltaf fram í leiðinni hvað hann hefði sagt, börðust gegn honum en töpuðu svo leiknum„,segir Ólafur.

Hann segir að umtalið hafi hins vegar komið Trump mjög til góða með því að halda honum í umræðunni

en það hefur minna að sama skapi verið sagt frá öllu því sem hann hefur verið að gera„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila