Mikil áhætta sem felst í að einkavæða bankakerfið

Ágúst Ólafur Ágúst Þingmaður Samfylkingur

Það fylgir því gríðarleg áhætta að einkavæða bankakerfið eins og fyrirhugað er að gera, það hafa dæmið sannað og af því eiga menn að hafa lært.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ágúst segir að hann telji mögulega fléttu vera að fara af stað um sölu bankanna og hún snúist um að á endanum verði bankarnir látnir fjárfesta í sjálfum sér

svo er þetta spurning um hverjir væru heppilegir kaupendur að bönkunum, þeir liggja ekki á lausu og þá er horft til lífeyrissjóðanna með sína milljarða en það er ekki skynsamlegt„Segir Ágúst Ólafur.

Hann segist undrast hvers vegna liggi svo á að selja bankana og veltir fyrir sér hvort það tengist því að ekki sé mjög langt þar til kosið næst.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila