Skiptir mestu að reyna að halda lífi í fyrirtækjum landsins – Ekki heppilegt að bankar greini hvaða fyrirtæki teljist lífvænleg

Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors í hagfæði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri

Vegna eðlis þeirra efnahagsþrenginga sem nú ganga yfir heiminn er það mjög takmarkað sem ríkisstjórnin getur gert til þess að bregðast við, mestu skipti að halda lífi í fyrirtækjum landsins svo þau verði til staðar þegar almenningur getur aftur hafið eðlilegt líf. Það þurfi þó að vanda mjög til verka í þeim efnum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors í hagfæði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Hann segir mjög vandmeðfarið hvaða aðferðir séu viðhafðar þegar fyrirtækjum sé hjálpað við aðstæður sem þessar, enda geti úrræðin sem séu í boði verið misnotuð og að fyrirtæki í sterkri stöðu gætu rutt smærri aðilum út af markaðnum

bankarnir eru í vissri aðstöðu til þess að meta stöðu fyrirtækja og einstaklinga en hætta sé á að bankarnir meti þau fyrirtæki sem eru í mestum viðskiptum við þá með þeim hætti að staðan verði bönkunum í hag, því þarf að gera þetta undir ströngu eftirliti, það er reyndar merkilegt að ýmsir aðilar sem tengjast viðskiptalífinu og hafa hingað til ekki viljað ríkisafskipti tala nú hæst um það að nú eigi ríkið að koma einkafyrirtækjum til bjargar„,segir Hilmar.


Enn sem komið er ekki verið að ausa peningum úr ríkissjóði í fyrirtæki
Hilmar segir að stefnan hér á landi bendi til þess að vonir ríkisstjórnarinnar standi til þess að efnahagsþrengingarnar muni standa stutt yfir, enda miði fyrstu aðgerðir helst að því að lengja lánalínur en ekki að koma með fé inn í rekstur fyrirtækja með beinum hætti

en það getur vel verið að það muni þurfa að koma til þess síðar meir

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila