Bankarnir „brenna seðla í kjallaranum” – markaðurinn undirbýr sig fyrir nýja bankakreppu

Kórónukreppan ýtir evrópskum bönkum út í nýja bankakreppu. Hlutbréf banka falla og sænska Fjármálaeftirlitið vara við nýjum „zombíbönkum” (bönkum sem haldið er á lífi í öndunarvél). Bankarnir voru margir hverjir í slæmum gír, þegar kórónufaraldurinn skall á. Verðbréfamarkaðurinn í Stokkhólmi hefur glatað 15 mánaða hækkun og hlutabréf banka svipað og 2012.

Ástandið er verra á evrusvæðinu þar sem bankahlutabréf hafa fallið um nær helming og eru mun lægri en í fjármálakreppunni 2008. Andreas Corvenka skrifar„að ef taka á mark á verðbréfamörkuðum, þá halda bankarnir á sér hita með því að brenna seðla í kjallaranum”.

Ástandið er miklu betra í Bandaríkjunum og í skrifandi stundu er t.d. JP Morgan stærsti banki USA metinn einn á meira en 18 stærstu bankar evrusvæðisins samanlagt. 2007 var hagnaður meðalbankans í ESB um 10% miðað við eigið fjármagn en hefur í seinni tíð verið 3-6%.

Bankar í ESB hafa litla getu að afskrifa skuldir en undirbúa sig fyrir yfir 577% afskriftir skv. Financial Times. Bæði kórónufaraldurinn og olíukreppan hafa stóraukið tap banka á fyrsta ársfjórðungi og sýndu þýski Commerzbank, belgíski KBC og ABN Amro í Hollandi tap á tímabilinu.

Seðlabanki Evrópu segist vera reiðubúinn í hvað sem er til að halda bankakerfinu gangandi en fáir trúa því að bönkum sem greiða arð til eigendanna verði haldið lifandi í öndunarvél. Henrik Braconier hjá sænska fjármálaeftirlitinu segir í viðtali við DI

„að bönkum sem er haldið lifandi með ríkisaðstoð án þess að hafa getu til að bjarga sér sjálfir eru stundum kallaðir zombíbankar. Það eru svo miklar efnahagslegar stuðningsaðgerðir að við endum í þeirri stöðu að sitja uppi með marga zombíbanka sérstaklega í evrópska bankakerfinu. Við verðum að bregðast við núna ef við eigum ekki að lenda í mjög alvarlegri fjármálakreppu”.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila