Vilja að rannsókn fari fram á því hvaða eignir bankanna eru fengnar með lögmætum hætti áður en þeir verða seldir

Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér áskorun á Alþingi þar sem þau ítreka að samtökin telji mikilvægt að fram fari úttekt og rannsókn á eignum bankanna og kannað verði sérstaklega hve hátt hlutfall eigna þeirra hafi verið fengnar með löglegum hætti.

Í fréttatilkynningu benda samtökin á að ólöglega fengnar eignir geti ekki talist réttmætar eignir bankanna og því sé ljóst að aðeins þær eignir sem fengnar séu með löglegum hætti séu þær eignir einar sem talist geti raunveruleg eign þeirra.

Þá segja samtökin einnig í tilkynningunni

Ábyrg stjórnvöld geta ekki leyft sér að líta fram hjá því að verulegur vafi leikur á að staðið hafi verið löglega að öllum málum eftir hrun og að líkur eru á því að stóran hluta hagnaðar bankanna frá hruni megi rekja til þess að lög- og stjórnarskrárvarin réttindi hafi verið brotin á þúsundum einstaklinga. Eignir sem fengist hafa með ólöglegum hætti eða með því að beita krafti aflsmunar til að ná fram niðurstöðum sem ekki standast skoðun, eru eðli málsins samkvæmt ekkert annað en þýfi sem ber að skila til þeirra sem því var stolið af


Hagsmunasamtök heimilanna telja af og frá að hægt verði að fara í söluferli með bankanna fyrr en rannsókn hafi farið fram á eiginum þeirra:

Það getur því ekki komið til greina að selja neina banka fyrr en gerð hefur verið Rannsóknarskýrsla heimilanna um aðgerðir stjórnvalda og banka í kjölfar hrunsins, afleiðingar þeirra fyrir heimilin í landinu og hagnað bankanna sem rekja má til þeirra. Að selja bankana áður en slík rannsókn færi fram væri ekki aðeins brot gagnvart þeim sem fyrir brotum hafa orðið, heldur einnig gagnvart fjárfestum sem gætu þá hreinlega farið í skaðabótamál við ríkið fyrir að hafa leynt þá mikilvægum upplýsingum um galla á

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila