Bann við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS nær til Íslands

Seðlabanki Slóvakíu (Národná banka Slovenska, NBS), hefur lagt við sölu vátryggingaafurða NOVIS líftryggingafélagi, sem hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands vegna málsins segir að bannið nái til vátryggingaafurða félagins sem eru í dreifingu á Íslandi, en NOVIS hóf sölu líftryggingaafurða á Íslandi í janúar 2018 og var fjöldi vátryggingartaka með virka samninga 5.201 við lok desember 2019.

Félagið lýtur eftirliti Slóvenska Seðlabankans (NBS) en NOVIS er með starfsemi víða um heim, meðal annars í Austurríki, Tékkandi og Þýskalandi og þjónustu án starfsstöðvar í Finnlandi, Ítalíu, Íslandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur áður komið á framfæri ábendingum og tilkynningum er varða afurðir félagsins og markaðssetningu, s.s. ábendingum til neytenda um atriði er varða fjárfestingatengdar vátryggingaafurðirtímabundna stöðvun á nýsölu vátryggingaafurða í Ungverjalandi og stöðvun sölu á vátryggingaafurðinni Wealth Insuring á Íslandi. Þá birti Fjármálaeftirlitið niðurstöður athugunar á viðskiptaháttum í tengslum við sölu á vátryggingarafurðum NOVIS.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur tekið þátt í samstarfsvettvangi eftirlitsstjórnvalda Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA), NBS og annarra eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu gegnum samstarfsvettvang eftirlitsstjórnvalda vegna NOVIS.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila