Baráttuaðferð íslenskra yfirvalda gegn veirunni áhættusöm og siðferðilega röng

Frosti Sigurjónsson fyrrverandi þingmaður

Sú baráttuaðferð sem íslensk yfirvöld eru að fara gegn Kórónaveirunni, með því að láta hana ganga hægt yfir er mjög áhættusöm og siðferðilega röng. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Frosta Sigurjónssonar fyrrverandi þingmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Frosti segir baráttuna við veiruna ekki þurfa að taka eins langan tíma eins og stjórnvöld hérlendis kjósi að gera

þetta er auðvitað þannig að veiran lifir ekki lengi utan líkamans, annað hvort drepur ónæmiskerfi einstaklingsins veiruna eða veiran drepur hann, ef hann hittir engan í tvær til þrjár vikur þá lifir veiran það ekki af því hún lifir ekki mjög lengi utan líkamans, sú aðferð sem farin er núna er áhættusöm og siðferðilega röng, setur fjölda fólks í hættu og hefur mjög slæm efnahagsleg áhrif, við ættum að fara Kínversku leiðina, hún er búin að sanna sig og það þýðir ekkert hálfkák eða vettlingatök“,segir Frosti.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila