Barnamenningarhátíð verður með breyttu sniði

Kjarvalsstaðir

Barnamenninarhátíðin 2020 verður haldin með óhefðbundnum hætti í ár í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. Fram kemur í tilkynningu að í stað einnar viku sem atburðum hátíðarinnar er venjulega ætlað að dreifast á munu viðburðir hátíðarinnar dreifast yfir tímabilið frá byrjun maí til 15.ágúst. Hátíðin er haldin á Kjarvalsstöðum og Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og verða viðburðirnir fjölmargir venju samkvæmt.

Til dæmis má nefna viðburðinn samstarfsverkefnið LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar, sýning barna og ungmenna í ellefu leik- og grunnskólum og frístundaheimilum, á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi auk sýningarinnar Ég og náttúran erum eitt – sem er afrakstur samvinnu list- og verkgreina í Sæmundarskóla og er sú sýning á Kjarvalsstöðum. Sýningarnar standa frá 26. maí til 1. júní og eru opnar á opnunartíma safnsins, alla daga vikunnar.

Smelltu hér til þess að skoða dagskrána nánar

Athugasemdir

athugasemdir

Deila