Baulað á Trudeau og hann hæddur í London: „Fasistasvín! Farðu burt úr landinu okkar!“

Vinstri forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, sem hefur orðið sífellt meira hataður þjóðfélagsleiðtogi á samfélagsmiðlum um allan heim vegna harðrar, tilfinningasnauðri covid-stefnu Kanadastjórnarinnar, fékk ekki hlýjar móttökur frá öllum Bretum þegar hann heimsótti London. Þar var baulað á hann, hann kallaður „fasistasvín“ og beðinn um að fara úr landi, að að sögn miðilsins True North (sjá tíst neðar á síðunni).

Glóbalistaleiðtogi Kanada, Justin Trudeau, var staddur í London eins og margt mikilmenna til að vera við jarðarför Elísabetar II drottningar. En það gekk ekki svo vel fyrir Trudeau.

Tveimur dögum fyrir athöfnina söng hann „Bohemian Rhapsody“ á hótelbar (sjá tíst neðar á síðunni), að því er virtist drukkinn samkvæmt gagnrýnendum á samfélagsmiðlum.

Síðan var baulað á hann fyrir utan Canada House, að sögn blaðamannsins Keean Bexte ( sjá neðar á síðunni). Við annað tækifæri voru óvæðisorðin látin dynja á honum:, þegar hann yfirgaf eina byggingu. Maður kallaði á Trudeu:

„Fasistasvínið þitt! Svínið þitt! Trudeau! Fasisti! Fasisti! Svín! Fasisti! Við hötum þig, helvítis bjáninn þinn! Farðu burt úr landinu, svínið þitt!.“

Deila