300.000 heimilislausir eftir sprenginguna í Beirút í gær

Rjúkandi rústir eftir gríðarlega sprengingu í Beirút 4. ágúst, þegar geymsla með ammóníaknítrati sprakk með svo miklum krafti að höfnin og hafnarsvæðið þurrkuðust út. Margir eru grafnir í húsarústum og björgunarstörf afar erfið og því búist við að tala látinna eigi eftir að hækka.

Yfir 100 manns hafa dáið og yfir 4.000 slasast í stórsprengingunni í Beirút, höfuðborg Líbanon í gær. APF segir að um 300.000 manns séu heimilslausir eftir sprengjuna sem skemmdi næstum því hálfa borgina. Að sögn sænska sjónvarpsins hefur höfnin og hafnarsvæðið jafnast við jörðu.

Er það mjög bagalegt fyrir íbúa landsins  sem háðir eru 80% innflutningi á matvælum. CNN segir að 90% hótela í borginni hafi skemmst í sprengingunni. Lauslega áætlað er kostnaðurinn vegna skemmdanna metinn á þrjá milljarði dollara.


Fjölda manns er saknað og óttast er að margir liggi grafnir í húsarústum. Á Instagram leggja ættingjar upp myndir af týndum ástvinum og er talan komin yfir 100. 


Hamlað hefur björgunarstörfum, að rafmagn fór af í stórum hluta Beirút við sprenginguna og mörg sjúkrahús skemmdust. Karantina sjúkrahúsið sem staðsett er nálægt höfninn varð í ringulreiðinni eftir sprenginguna að senda slasaða til annarra sjúkrahúsa samtímis sem hjúkrunarfólk aðstoðaði slasað á bílastæði sjúkrahússins. Sjúkrahúsin voru þegar undir miklu álagi vegna kórónufaraldursins, þegar sprenginging varð.


Allt bendir til að sprengingin hafi orðið vegna bruna í geymsluhúsnæði þar sem geymd voru 2.750 tonn af ammóníumítrati síðan 2013. Ef efnið blandast saman t.d. við eldfiman vökva eins og olíu eða bensín verður það að virku sprengiefni sem er notað t.d. við námuvinnslu. Efnið var í geymslu nálægt olíugeymslum við höfnina sem gæti útskýrt kraftinn í sprengingunni.

Samkvæmt Reuters hafa allir embættismenn sem bera ábyrgð á geymslu efnisins síðan 2014 verið settir í farbann undir eftirliti hersins, þar til skýring um orsakir sprengjunnar hafa komið í ljós.


Badri Daher yfirmaður líbanesíska tollsins segir í blaðaviðtali að tollurinn hafi sex sinnum varað yfirvöld við því, hversu efnið væri hættulegt. Fréttamaður Reuters segist hafa séð gögn frá 2014, 2015, 2016 og 2017 þar sem tollurinn fer fram á að yfirvöld flytji ammóníunítratið á annan öruggari stað. Ein heimild Reuters segir að eftirlitsaðili sem skoðaði ammóníumnítratið fyrir hálfu ári síðan hafi sagt að „ef efnið verður ekki fjarlægt mun það sprengja alla Beirút.”


Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila