Heimsmálin: Reiðir starfsmenn sjúkrahúsa í Belgíu stilla sér upp með afturendann að forsætisráðherranum

Sophie Wilmes forsætisráðherra Belgíu fékk óblíðar móttökur, þegar hún heimsótti Saint-Pierre sjúkrahúsið í Marollen síðastliðinn laugardag. Starfsfólkið sýndi óánægju sína með því að raða sér upp meðfram veginum þar sem bíll hennar kom að sjúkrahúsinu og þegar bíllinn nálgaðist snéru starfsmenn sér við og létu afturendann snúa að bifreiðinni beggja vegna götunnar. Sky News segir að Félag hjúkrunarstarfsfólks sé m.a. að mótmæla nýrri tilhögun sem leyfir ráðningu ófaglærðra í störf hjúkrunarfólks í kórónufaraldrinum. Segja fulltrúar félagsins breytinguna vera „algert kjaftshögg”.

Fjallað var um málið í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ásamt fleiri heimsfréttum en þar ræddi Pétur Gunnlaugsson við Gústaf Skúlason.

Samkvæmt John Hopkins háskóla hefur Belgía orðið harðast fyrir barðinu á  kórónuveirunni með hæstu dánartölur á hverja 100 þúsund íbúa. Yfir 9 þúsund hafa dáið og yfir 55 þúsund smitast. Belgar berjast við smit á elliheimilum og margir látast á elliheimilum þar eins og í Svíþjóð. 
Sjá nánar hér

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila