Benedikt: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru keyptir til þess að styðja við búvörusamninginn 2016

Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru keyptir til þess að til þess að styðja við búvörusamninginn á árinu 2016. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Benedikts Jóhannessonar fyrrverandi fjármálaráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í þættinum voru svokölluð hrossakaup flokkanna meðal annars til umræðu og þar greindi Bendikt frá því hvernig kaupin gerast á eyrinni og lýsti því meðal annars hvernig þingmenn eru keyptir til stuðnings ákveðnum málum

í þarsíðustu ríkisstjórn þá var Gunnar Bragi Sveinnsson þáverandi utanríkisráðherra og þar gerði hann ákveðinn samning um innflutning á landbúnaðarvörum, þessi samningur var svikinn, það er að segja það var ekki opnað á þeim tíma sem áætlað var og Gunnar Bragi hefur sagt það sjálfur að það hafi verið að kaupa ákveðna þingmenn Sjálfstæðisflokksins til þess að styðja við þennan vitlausa búvörusamning sem gerður var 2016 með því að á sama tíma segjast ætla að opna á innflutning á landbúnaðarvörum og lækka þannig verð og auka samkeppni “ segir Benedikt.

Og bendikt heldur áfram “ búvörusamningurinn var samþykktur með 19 atkvæðum gegn 7 og þetta er náttúrulega algjörlega furðulegt„.

hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila