Hollvinasamtök Elliðaárdals ítreka andstöðu sína við risagróðurhús í Elliðaárdal

Hollvinasamtök Elliðaárdals hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau ítreka andstöðu sína við byggingu risagróðurhúss í dalnum. Húsið sem er svokallað Biodome er inni í deiliskipulagi svæðisins en gert er ráð fyrir að byggingin verði 4500 fermetrar.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars ” breytta deiliskipulagið felur í sér leyfi fyrir uppbyggingu á um 43 þúsund fermetra lóð þar sem m.a. stendur til að byggja 4.500 fermetra gróðurhús með tilheyrandi bílastæði norðan við Stekkjarbakka, ofaní Elliðaárdalinn á lítið raskað svæði. Slík bygging mun m.a. hafa í för með sér umhverfismengun vegna nálægðar við uppeldisstöðvar laxaseiða í Elliðárdalnum, auk ljósmengunar. Verkefnið er ófjármagnað og mun því standa sem framkvæmdaverkefni í miðjum dalnum næstu ár.”


Vilja íbúakosningu um málið


Samtökin vilja að kosið verði um málið og hyggjast knýja á um að slík kosning fari fram ” Jafnframt hafa samtökin lýst því yfir að þau telji málsmeðferð borgaryfirvalda við vinnslumálsins gefa tilefni til þess að málið verði kært til Skipulagsstofnunar.”,segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila