Biden boðar „annan heimsfaraldur“

Bandaríkjastjórn mun þurfa á meira fé að halda. Ekki bara til að „bólusetja“ ung börn gegn Covid-19, heldur til að geta undirbúið annan heimsfaraldur, sem Joe Biden tilkynnir að sé á leiðinni (mynd sksk YouTube).

Vantar fjármagn í bólusetningar barna og fyrir nýjan heimsfaraldur

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær:

„Það verður nýr heimsfaraldur.“

Joe Biden talaði einnig um bólusetningu barna:

„Þetta er mjög sögulegur áfangi, stórt skref fram á við. Bandaríkin eru núna fyrsta landið í heiminum til að bjóða örugg og áhrifarík covid-19 bóluefni fyrir börn allt niður í sex mánaða gömul. Í fyrsta skipti í baráttu okkar gegn þessum heimsfaraldri geta næstum allir Bandaríkjamenn nú haft aðgang að lífsnauðsynlegum bóluefnum. Og við erum tilbúin.“

„Foreldrar munu fljótlega geta byrjað að panta tíma fyrir bólusetningar hjá barnalæknum og barnasjúkrahúsum. Þessi bóluefni eru örugg og áhrifarík og samþykkt eftir víðtæka vísindalega skoðun.“

Biden upplýsti líka, þegar hann var spurður, hvort hann þyrfti meiri peninga frá þinginu, að það verður nýr heimsfaraldur:

„Við klárum okkur að minnsta kosti í ár. En við þurfum að fá meiri peninga. Okkur vantar ekki bara meira fé fyrir bólusetningar barna. Okkur vantar meiri peninga til að undirbúa okkur fyrir næsta heimsfaraldur. Það verður nýr heimsfaraldur. Við verðum að hugsa fram í tímann.“

Deila