Biden grínaðist með að hafa spurt Xi Jinping um hjálp til að verða forseti í Bandaríkjunum – „Fékk reiðtúr á drekanum“

Þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna þá lýsti hann hversu „mikla ánægju“ hann hafði af „að eyða töluverðum tíma“ með Xi Jinping aðalritara Kommúnistaflokks Kína eftir að Xi varð forseti Kína. „Ég óskaði honum til hamingju og spurði hvort hann hefði ekki möguleika á að hjálpa mér að verða forseta Bandaríkjanna“ grínaðist Biden á myndbandi (sjá hér að neðan).

The American Thinker skrifar: „Það eru mun meiri sannanir að Kína blandi sér í forsetakosningarnar til að koma Joe Biden í Hvíta húsið en nokkru sinni voru um að Rússar styddu Donald Trump 2016.

Þegar Trump var í forsetaframboði 2016 og sagði brandarann um að hann ætti að biðja Rússa um aðstoð til að finna tölvubréf Hillary Clinton sem var eytt í tölvunni hennar, þá var það tekið sem næg sönnun til að hefja rannsókn FBI og síðar sérstaka rannsókn um „þáttöku Rússa.“ 2013 flaug sonur Joe Biden Air Force 2 með föður sínum til að gera hagstæða samninga við erlend ríki eins og Kína og þegar Biden grínast opinberlega með að hann hafi beðið Peking um hjálp til að verða forseti, þá fréttum við það fyrst um þessa helgi.

Eftir að hafa framreitt falska samsæriskenningu í þrjú ár um Trump og Rússland, þá hafa Demókratar skapað fordæmi til að athuguð verði tengsl forsetaframbjóðenda við hræðileg erlend ríki. Allir sem veita málum minnstu athygli sjá að Peking er langtum hættulegara okkur en Moskva, samt sem áður láta Demókratar og fjölmiðlar þeirra eins og að við eigum bara að hafa áhyggjur af vonda manninum Pútín.“

Nokkrum mánuðum eftir að Biden sagði brandarann í júni 2013 flaug hann með syni sínum Hunter á annarri forsetaflugvélinni til Peking til fundar við kínverska viðskiptavin Hunters, fjárfestingarfyrirtækið BHR sem er undir væng ríkisbankans China Bank skv. New York Post.

Peter Schweizer hefur gert myndina „Riding the Dragon“ (sjá hér að neðan) þar sem viðskipti Hunter Biden eru rakin á meðan hann var í stjórn kínverska fjárfestingafélagsins BHR Partners. Mikið af fjárfestingunum „þjónuðu hagsmunum kínversku ríkisstjórnarinnar og einnig langtímasjónarmiðum kínverska hersins.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila