Biden hjónin „risar“ við hlið Carters hjónanna á furðulegri mynd The Carter Center

Eftir heimsókn Biden hjónanna til fyrrverandi forsetahjónanna Carters í Plains, Georgíu á mánudagskvöld birti Carter Center opinbera mynd á Twitter sem sýnir forsetahjónin saman. Notendur samfélagsmiðla voru fljótir að koma auga á að Bidens líta óvenju stór út miðað við Carters á myndinni. Sumir telja að myndin hafi orðið svona einkennileg vegna myndavélarlinsunnar sem notuð var og staðsetningar Biden hjónanna.

Einn tísti: „Þetta er fullkomið dæmi um það, hvers vegna á að forðast að taka andlitsmyndir með breiðlinsu. Þetta hlýtur að hafa verið mjög lítið herbergi.“

Annar sagði: „Þetta snýst allt um sjónarhornin, sjáðu bara hve miklu nær myndavélinni fótur Joe er og að hönd hans hvílir á framhlið stólarmsins.“

Aðrir bentu á að myndin gæti verið svona skrýtin vegna þess að Jimmy, 96 ára og Rosalynn, 93 ára, gætu hafa skroppið aðeins saman eins og algengt er þegar fólk eldist.

Einn skrifaði: „Hvað í fjandanum er að gerast hér maður, hvað er að stærðarmuninum á þessu fólki .“

Annar skrifaði: „Af hverju líta Carters út eins og smámyndir ?!“

Einn annar tísti: „Dásamlegt! En er ég sá eini sem held að þetta líti út eins og pínulítið dúkkusafn og Joe og Jill eru risar?“

Einn Twitter-notandi sagði í gríni að þetta væru „Sylvanian Carters“ – með vísan til lítilla dýraleikfanga fyrir börn. Samkvæmt Washington Post höfðu meira en 13.000 manns endurtíst færslum sem efuðust um þessa furðulegu mynd á þriðjudagsmorgun. Marlena Sloss, ljósmyndari í San Francisco, sagði við blaðið að myndin virtist hafa verið tekin með sterku flassi og gleiðhornalinsu. Hún bætti við að þrátt fyrir að Biden kraup mun lengra fyrir framan frú Carter, þá dregur hið sterka ljós úr skugganum sem gerir það að verkum að forsetinn lítur út fyrir að vera rétt hjá henni.

Joe Biden hefur ekki verið svo ýkja vinsæll á félagsmiðlum og kannski er þetta bara auglýsingabrella til að minna fólk á að hann og Carter eru enn þá á lífi.

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila