Biden og Fauci fara fram á stöðugar bólusetningarsprautur á fimm mánaða fresti

Joe Biden segist hafa rætt það við Fauci, að„örvunarsprautur“ gegn covid verði á fimm mánaða fresti. Verði það að raunveruleika er lyfjarisunum tryggð fullkomin lögbundin tekjulind um ókominn tíma. (©Sksk Twitter).

Joe Biden sagði á föstudag, að hann og doktor Fauci hefðu rætt um að krefjast örvunarsprautu gegn Covid á fimm mánaða fresti. Upphaflega var áætlað að bjóða upp á örvunarskot 8 mánuðum eftir seinni skammtinn.

Við fórum fljótlega frá tveimur skömmtum af Covid sprautum – í tvo skammta og eina örvunarsprautu og svo þaðan yfir í tvo skammta og örvunarskot á 5 mánaða fresti.

Biden sagði í Hvíta húsini, þegar hann ræddi við Naftali Bennett forsætisráðherra Ísraels: „Spurningin sem vaknar er hvort taka eigi örvunarsprautuna á styttri tíma en átta mánuðum? Ætti það að fara niður í fimm mánuði? Það er verið að ræða það. Ég ræddi við Fauci lækni í morgun um það.“

Albert Bourla forstjóri Pfizer sagði fyrr í vikunni í viðtali við Fox News „að líklega mun bóluefnaónæmt afbrigði kórónuveirunnar þróast en ekki hafa áhyggjur að því, vegna þess að lyfjafyrirtækið okkar er nú þegar með kerfi til að framleiða „afbrigðissértæk“ bóluefni innan 95 daga.“

Örvunarsprauta á fimm mánaða fresti mun síðar breytast í bólusetningu á þriggja mánaða fresti til að verjast öllum nýjum „afbrigðum“.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila