Biden varar við hættuástandi í Úkraínu í símtali við Pútín – leggur til að þeir hittist á „hlutlausum“ stað

Joe Biden forseti Bandaríkjanna hringdi í Vladimir Pútín forseta Rússlands í dag og lagði til að þeir tveir hittust á fljótlega til viðræðna „í þriðja landi til að ræða öll mál sem varða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands.“ Í tilkynningu Hvíta hússins í dag eru Rússar ásakaðir um afskipti af netheimum Bandaríkjanna og fyrir að vera að blanda sér í kosningar þarlendis. Sagði Biden, að Bandaríkin muni bregðast við aðgerðum Rússa og verið er að ræða brottrekstur diplómata og rússneskra sendimanna frá Bandaríkjunum að sögn Blomberg. Einnig bað Biden Rússa að „draga úr spennunni og hætta með liðssöfnun herliðs við landamæri Úkraínu“ á sama tíma og hann hefur sent herskip úr sjóflota Bandaríkjanna til Svartahafs. Rússar höfðu áður varað Bandaríkjamenn við og sagt þeim að „best væri að halda herskipum sínum fyrir utan Svartahaf – fyrir þeirra eigið besta.“

Úr fréttatilkynningu Hvíta hússins:

„Bandaríkin muni starfa af festu og verja þjóðarhagsmuni sína og bregðast við aðgerðum Rússlands með afskiptum af netheimum og íhlutun í kosningar. Biden forseti lagði áherslu á órofa skuldbindingu Bandaríkjanna við fullveldi Úkraínu og landhelgi. Forsetinn lýsti yfir áhyggjum Bandaríkjanna vegna skyndilegrar uppbyggingar rússneska hersins á hinum hertekna Krímskaga og við landamæri Úkraínu og bað Rússa um að draga úr spennunni.

NATO safnar herliði 40 þúsund manns við landamæri Rússlands í Eystrarsaltslöndunum og við Svartahaf

Kreml varaði við því fyrir nokkrum dögum að það væru eigin aðgerðir Kænugarðs og hernaðaruppbygging í og ​​við Donbass sem skapaði hættu á „víðtækara stríði“ á svæðinu. Dmitry Peskov talsmaður Kreml sagði að „þróunin í hegðun úkraínsku hliðarinnar skapar hættu á, að hernaðaraðgerðir verði hafnar á ný í fullum mæli.“

Kreml átaldi einnig mikla nýja hernaðaruppbyggingu NATO á Svartahafi og Eystrasaltssvæðinu og sagði NATO „safna saman 40.000 hermönnum og 15.000 stríðstækjum og herbúnaði við landamæri Rússlands í Svartahafi og Eystrasaltssvæðinu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila