Bíðum eftir að fundur verði boðaður

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar

Samninganefnd Eflingar bíður eftir að fundur í kjaradeildu starfsmanna Reykjavíkurborgar verði boðaður, en ekki er hægt að líta á það sem samningafund nema eitthvað verði í boði sem hægt sé að semja um. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sólveig segir að hennar fólk sé tilbúið í langt verkfall ef þurfa þykir enda sé verkfallssjóðurinn digur, eða um þrír milljarðar króna. Hún segir að við þá stöðu sem til dæmis starfsmenn leikskóla séu í verði ekki unað lengur, enda beri starfsmenn mikla ábyrgð sem sé langt frá því í samræmi við laun þeirra

” þetta er lægst launaða stétt landsins og ber mikla ábyrgð á sínum herðum og við í Eflingu lítum á lífskjarasamninginn sem skref en ekki endanlega lausn og því nauðsynlegt að fara í aðgerðir”,segir Sólveig.

Eins og fram hefur komið skellur á ótímabundið verkfall næstkomandi mánudag.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila