Bílasalan hrynur í Evrópu – 97% hrun á Ítalíu, Spáni og Bretlandi

Bílasalan hrundi í apríl mánuði í Evrópu en það er munur á milli landa vegna mismunandi ákvæða um lokun út af kórónufaraldrinum. Salan hætti nær alveg á Ítalíu, Spáni og Bretlandi með 97% minni sölu en í apríl í fyrra. Fallið í norrænum ríkjum er um 37%.

Innan ESB og Efta og Bretlandi féll salan um 78,3% miðað við apríl 2019. Ef fyrsti ársfjórðungur er tekinn er fallið tæplega 40%. 85% bílasölunnar hefur horfið í Belgíu, Frakklandi, Írlandi, Ítalíu, Króatíu, Spáni, Portúgal og Bretlandi.


Á stærsta markaði Evrópu – Þýskalandi – minnkaði salan um 61% í apríl í ár miðað við í fyrra. Svíþjóð minnkar 37,5%, Danmörk 37%, Finnland 39% og Noregur 34%. Bílasölur hafa verið lokaðar í mörgun löndum en ekki á Norðurlöndum sem skýrir muninn. 


Í Kína hrundi salan yfir 80% í febrúar en var aftur á plús í apríl en þá seldust 4,4% fleiri bílar miðað við apríl 2019. Í Bandaríkjunum hefur kórónuveiran haft mikil áhrif og var fallið í bílasölunni tæplega 25% í apríl.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila