Bill Gates vill að allir hætti að borða nautakjöt og fari í staðinn yfir í „100% tilbúið gervikjöt“ til að draga úr loftslagshættunni

Kýr eru stórslys fyrir loftslagið ef marka má Bill Gates, sem segir núna að allir eigi að hætta að borða nautgripakjöt og fara yfir í „100% gervikjöt“ til að bjarga loftslaginu.

Brandarinn um að nautgripir leysi mikinn vind og valdi loftslagsmengun er stóralvarlegt mál hjá þriðja ríkasta manni heims, Bill Gates. Í viðtali við Technology Review ræðir 65 ára trilljarðamæringurinn um nýju bókina sína „Hvernig komast má hjá loftslagsslysi“ þar sem hann leggur m.a. til að fólk hætti að borða alvöru kjöt: „Mér finnst að öllu ríku löndin eigi að skifta yfir í 100% gervikjöt“ svarar Gates þegar hann fær spurningu um hvernig lönd geta minnkað metangaslosun út í andrúmsloftið í matvælaiðnaðinum. Samkvæmt loftslagsaðgerðasinnum orsakar allt metangas, sem myndast í mögum nautgripa og fer út á eðlilegan hátt, upphitun jarðar.

„Við venjumst bragðmuninum og því er spáð að gervikjötið muni bragðast enn betur í framtíðinni“ segir Gates um kosti gervikjöts. Stofnandi Microsofts segist vongóður um að umskiftin yfir í grænmetisprótín muni stuðla að minni metangaslosun nautgripa. Hann viðurkennir að hugmyndin um að útrýma kúm sé óvinsæl en það gæti samt farið svo að það myndi borga sig að gera það á endanum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila