Bill Gates vill úða kalki í háloftin til að draga fyrir sólina – getur endað með stórslysi

Loftbelgir eiga að lyfta upp kalki sem úðað verður í háloftum til að mynda endurspeglun sólarljóss út í geim. Þannig sjá vísindamennirnir fyrir sér að koma megi í veg fyrir upphitun jarðar.

Mail Online segir frá því að auðjöfurinn Bill Gates vilji úða milljónum tonna af kalki í himinhvolfið til að endurspegla sólarljósi aftur tilbaka út í geiminn til að hægja á upphitun jarðar. Gagnrýnendur segja slíkt geta leitt til stórslyss fyrir jörðina og jarðarbúa. Gera á fyrstu tilraun núna í sumar í Kiruna í norður Svíþjóð og verður smá magni af kalki ásamt mælitækjum sent upp í 15 km hæð, þar sem kalkinu verður dreift. Vísindamenn munu síðan mæla hvernig kalkið dreifist í háloftum og búa til tölvulíkan sem notast á við, þegar farið verður að úða kalki í milljónum tonna í háloftin til að breiða fyrir sólu og draga úr upphitun jarðar. Vísindamenn frá Harvard vinna að verkefninu sem að hluta til er fjármagnað af Bill Gates.

Himininn verður hvítur í staðinn fyrir blár og lítið sem ekkert sólarljós kæmist til jarðar

Myndin sýnir hugmyndina með dreifingu kalks í hálftum til að draga úr upphitun jarðar.

Verkefnið hefur sætt harðri gagnrýni frá öðrum vísindamönnum sem segja að slík íhlutun í andrúmsloftið gæti fengið alvarlegar afleiðingar fyrir veðurfar og loftslagið á jörðinni. Ekkert tölvuforrit geti séð slíkar breytingar fyrir og í versta falli myndi kalkúðunin geta skapað stórslys veðurfars á alheimsvísu sem væri meiri vandi en upphitun jarðar. Enn aðrir vísindamenn óttast að ósónlagið gæti eyðilagst og meira af últrafjólubláum hættulegum geislum náð til jarðar og valdið miklu krabbameini hjá jarðarbúum. Þá er rætt um að jafnvel þótt veðurfar myndi skána á vissum stöðum yrði það miklu verra annars staðar og stórir neðansjávarstraumar hafsins yrðu fyrir áhrifum með skaðlegum afleiðingum fyrir jarðarbúa. Enn aðrir segja að einungis sé verið að fást við afleiðingarnar og ekki orsakirnar með því að fara að úða kalki í háloftin. Ef áfram er haldið að hleypa koltvísýrlingi út í loftið, þá þurfi á endanum að dæla svo miklu kalki í háloftin að himininn yrði hvítur í staðinn fyrir blár og ekkert sólarljós kæmist í gegn niður á jörðina.

Telja sig hafa fundið „lausnina” á loftslagsvandamálum

Aðstandendur verkefnisins og Bill Gates eru fullir áhuga og eftirvæntingar og telja sig hafa fundið „lausnina” á loftslagsvandanum með því að leggja kalkteppi á milli jarðar og sólu. Ef þetta verður ekki framkvæmt, þá muni jörðin smám saman breytast í eyðimörk sem enginn getur lengur lifað á, hvorki menn né dýr.

Rætt er um fleiri aðferðir til að vinna gegn upphitun jarðar eins og að strá salti yfir ský svo þau endurspegli sólarljósi og mála hús í speglandi litum. Ein tillaga er einnig að staðsetja risaspegla úti í geimnum og í Kína er verið að gera tilraunir með útvarpsbylgur til að auka úrkomu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila