Biodome glerhýsið í Elliðaárdal á að vera risastór jógahöll með gjaldskyldum bílastæðum

Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals

Gert er ráð fyrir því að meðal annars að rekið verði jógasetur í fyrirhugaðri Biodome glerhjúpsbyggingu sem gert er ráð fyrir að rísa muni í Elliðaár innan fárra ára. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Páls Gíslasonar formanns Hollvinasamtaka Elliðaárdals í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Halldór segir að margir hafi undrast að lóð hafi verið úthlutað í Elliðaárdal fyrir slíkan glerhjúp, auk þess að gjaldskyld bílastæði sem gert sé ráð fyrir á svæðinu kalli á að bílum verði lagt inni í nálægum hverfum.

Halldór segir að enginn kalli eftir slíkri byggingu á þessum stað, valið á Elliðaárdal sé þó ekki eina undarlega staðsetningin sem boðin var af hálfu borgarinnar undir starfsemina, en meðal lóða voru norðurhluti Klambratúns, norðausturhluti lóðar Austurbæjarskóla á móti Sundhöll Reykjavíkur, Neðst í Fossvogsdal við Borgarspítalann, lóð við Háskólann í Reykjavík, og bílastæðið framan við Háskóla Íslands við hlið Norræna hússins.

Halldór segir að hann hafi verið mjög undrandi þegar hann heyrði af ofangreindum staðsetningum

ég verð að segja að ég varð alveg kjaftstopp„.

Smelltu hér til þess að skrifa undirskriftarlista þar sem þess er krafist að kosið verði um málið í íbúakosningu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila