Nóg að gera hjá Birgittu – Með þrjár bækur í smíðum

Söngkonan Birgitta Haukdal hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum undanfarin ár þrátt fyrir að vera á mun rólegri siglingu í tónlistinni en þegar blómadagar Írafárs stóðu sem hæst.

Birgitta hefur nefnilega ræktað með sér rithöfundardraum sem hún lét rætast með útgáfu nokkurra barnabóka fyrir um tveimur árum. Í síðdegisútvarpinu í dag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri við Birgittu og spurði hana hvort vænta mætti fleiri bóka frá henni

“ jú það eru þrjár bækur á leiðinni og koma væntanlega út á næsta ári“,sagði Birgitta.

Þess má geta að Birgitta er meðal þeirra tónlistarmanna sem ætla að stíga á svið á hátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina en dagskrá Innipúkans má finna með því að smella hér. Eins og undanfarin ár troða margir fremstu listamenn landsins upp á hátíðinni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila