Fyrir neðan virðingu Bjarna Ben að hafa spilað út femínistaspilinu í máli Þorvaldar Gylfasonar

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur

Menn eru löngu orðnir leiðir á því að að þegar konum er potað á háar stöður af því eingöngu af því að þær eru konur og ég er einn af þeim sem er orðinn ansi leiður á þessari kynjakvóta og kvennavæðingu alls staðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn bendir á að stjórnmálamenn að þeir grípi oft til femínistaútspilsins þegar þeir lenda í vandræðalegum aðstæðum til þess að styggja ekki þá sem ekki eru sammála þeim eða ef það er eitthvað sem þarf að fela

Svo um daginn þegar mál Þorvaldar Gylfasonar kom upp þá spilaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þessu spili út dró upp þarna unga konu sem hann sagðst vilja þarna í stöðuna og sagði vera kominn tíma á að kona tæki við þessu starfi, mér fannst hann fara niður fyrir sig með þessu, þetta var algjörlega fyrir neðan hans virðingu„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila