Tugir björgunarsveitarmanna að störfum á Flateyri

Tugir björgunarsveitarmanna eru komnir til Flateyrar eftir að tvö stór snjóflóð féllu á svæðinu í nótt, en enginn slasaðist alvarlega í hamförunum.

Miklar skemmdir eru af völdum snjóflóðanna en nánast allur bátafloti Flateyrar, fyrir utan einn bát sópuðuðst á haf út og nokkrir þeirra sukku, auk þess sem bryggjan  sem bátarnir lágu við er ónýt. Þá er óttast að olíutankar sem stóðu við bryggjuna hafi lent ofan í sjónum.

Ein stúlka á unglingsaldri lenti í flóðinu þegar snjór ruddi sér leið inn í herbergi þar sem hún svaf en húsið sem stúlkan býr í er eina húsið sem virðist hafa lent í flóðinu.

Ljóst er að snjóflóðavarnargarðar hafa orðið til þess að ekki fór verr og er það mat sérfræðinga að ef varnargarðanna hefði ekki notið við hefðu snjóflóðin náð langt niður í þorpið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila