Vélsleðafólkið á Langjökli hrakið og skelkað

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja hóp vélsleðamanna niður af Langjökli til byggða en hópurinn lenti í ógöngum eftir að hafa haldið af stað á jökulinn í gær þrátt fyrir slæma veðurspá.

Þegar björgunarsveitir komu fólkinu til bjargar var mörgum úr hópnum orðið mjög kalt og var fólkið að vonum skelkað. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum fór betur en á horfðist í fyrstu en sérútbúinni rútu var komið til fólksins þar sem það beið björgunar.

Haft er eftir fulltrúa lögreglunnar hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að búist sé við því að það verði rannsakað hvers vegna ferðaþjónustuaðili hafi ákveðið að halda með hópinn á jökulinn þrátt fyrir slæma veðurspá, en í hópnum var meðal annars 12 ára gamalt barn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila