Blaðamönnum sem skrifuðu um klaustursmálið sagt upp hjá DV

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson.

Tveimur blaðamönnum sem voru áberandi í umfjöllun um klaustursmálið var á fimmtudag sagt upp störfum hjá DV. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson annar blaðamannanna sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag segist þakklátur fyrir að hafa verið ráðinn til starfa í fyrra á blaðið og fengið að fara beint í rannsóknarblaðamennsku þrátt fyrir að hafa litla sem enga reynslu af blaðamennsku. Bjartmar segir að hann telji að skrif hans um klaustursmálið og hugsanlegar sektir Persónuverndar vegna málsins hafi ekki neitt með uppsögnina að gera ” ef svo væri þá væri það mjög vafasamt að ríkisstofnun geti kippt rekstrargrundvelli undan fjölmiðli með þeim hætti, ég hef ekki mikla trú á að svo sé, svo ég held að það hafi ekkert með það að gera“,segir Bjartmar. Fram kom í þættinum að ástæður uppsagnarinnar hafi verið sú að verið væri að hagræða. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila