Keyrt yfir mótmælendur á hraðbrautinni í Seattle

Tvær konur sem voru að mótmæla með Black lives matter í Seattle seint á laugardagsnóttu staðsettu sig þrátt fyrir viðvaranir og mótmæli á hraðbrautinni Interstate 5 sem liggur alla leið frá Kanada til Mexíkó. Mótmælendur BLM höfðu stillt upp bílum sem hindrun fyrir umferðinni á hraðbrautinni. 


Á einu myndbandi sem hefur farið um allt á netinu sést hvernig hvítur bíll kemur á miklum hraða og tekst að komast fram hjá vegartálmunum en keyrir því næst á konurnar tvær sem þeytast hátt í loftið við áreksturinn.

Á öðru myndbandi heyrast mótmælendur hrópa til kvennanna að fara af veginum vegna þess að það sé að koma bíll en þær hlusta ekki. „Bíll, bíll, það er að koma bíll” hrópar ein konan til viðstaddra. „Farið frá, farið burtu, farið burtu!” hrópar önnur. Báðar konurnar sem keyrt eru á milli heims og heljar á sjúkrahúsi eftir atburðinn.

Eftir ákeyrsluna stöðvaði bílstjórinn bílinn en mótmælendur BLM réðust á bílinn svo bílstjórinn keyrði þá áfram og stöðvaði bílinn lengra frá staðnum og beið þar eftir lögreglunni. Lögreglan handtók manninn og hefur birt nafn og mynd bílstjórans Dawit Kelete 27 ára gamals manns frá Seattle.

Það er óljóst hvernig Dawit komst inn á hraðbrautina sem hefur verið hertekin af BLM í tæpar 3 vikur og lögreglan hefur ráðið bílstjórum að finna aðrar leiðir. Ron Mead lögreglumaður segir atburðinn afskaplega sorglegan „en það sem gerist þarna er allt ólöglegt. Það er ólöglegt að setja upp aksturshindranr á hraðbrautinni.”
Sjá nánar hér


Við vörum viðkvæma við því myndefni sem birtist hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila