Stjórnmálamenn hættir að setja fram skoðanir sínar til þess að verða ekki óvinsælir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðlokksins

Stjórnmálamönnum hættir til við að ritskoða sjálfa sig og halda aftur af skoðunum sínum af ótta við að tapa vinsældum og stuða kjósendur með skoðunum sínum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur.

Sigmundur segir að þessi sjálfsritskoðun stjórnmálamanna, sem rekja megi til menningarbyltingar þar sem menn séu flokkaðir og stimplaðir eftir skoðunum og hvar þeir standa í stjórnmálunum sé mikill galli á nútímastjórnmálum

þetta er oftast þannig að menn eru stimplaðir út frá ímynd en ekki innhaldi“,segir Sigmundur.


Black lives matter skaða góðan málstað


Sigmundur segir að eitt þeirra samtaka sem berjast í nafni þessarar menningarbyltingar, samtökin Black lives matter skemmi góðan málsstað með framgöngu sinni

þarna eru samtökin að notfæra sér það að svört líf skipti máli, sem ég held að allir geti verið sammála um, og eru að nota þann málstað í einhverjum allt öðrum tilgangi, að hafa verið unnin mikil skemmdarverk” segir Sigmundur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila