Blökkumenn vilja eyða slagorðum Black lives matter í New York

Risastórt slagorð BLM málað á götuna Fifth Avenue, Manhattan, fyrir utan Trump Tower. Á hverjum degi reyna blökkumenn að mála yfir slagorðið.

Beint fyrir utan dyrnar á hóteli Trump Tower á Fifth Avenue, Manhattan, New York, skipaði borgarstjóri New York að málað skyldi með gulum risastöfum Black lives matter. DeBlasio borgarastjóri er demókrati og gerir allt til að gera líf forsetans sem erfiðast. En hann hefur ekki erindi sem erfiði, því á hverjum einasta degi koma blökkumenn ásamt hvítum stuðningsmönnum og hella út málningu í rauðum, bláum, hvítum og svörtum litum til að mála yfir boðskap BLM. 

Bill deBlasio borgarstjóri New York með rauða grímu málar BLM á götuna til ögrunar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 
Málningarrúllurnar eru mikið notaðar í Bandaríkjunum þessa dagana

Blökkukonan Bevelyn Beatty er mikill aktívisti og málaði nýlega með svörtu yfir stóru gulu stafina eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. Hún segir að það beri að standa með lögreglunni og málið fjalli bara alls ekki eingöngu um blökkufólk: „Ef þú styður hreyfingu Black lives matter og það sem þeir standa fyrir: Ef þú erthvítur þá hatar þú svarta. Ef þú ert svartur, þá hatar þú sjálfan þig” segir hún á myndbandi á Facebook

Risaáletranir Black lives matter hafa verið málaðar á götur á mörgum stöðum í Bandaríkjunum. Sú þekktasta er sú sem var máluð á 16. stræti NW í Washington D.C. sem liggur næst Hvíta Húsinu. Borgarstjóri Washington, Muriel Bowser, sem einnig er í Demókrataflokknum, skýrði svæðið Black Lives Matter Plaza eftir að búið var að ögra Hvíta Húsinu með þeirri málningu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila