„Blóðugasta sumarið í seinni tíð” – Móderatar skilgreina glæpahópana sem innlenda hryðjuverkahópa og vilja beita hryðjuverkalögum

Móderatar líkt og Svíþjóðardemókratar og Kristdemókratar vilja stórauka aðgerðir gegn glæpahópunum. Kona og dóttir Ulf Kristerssonar á mynd, voru í verslunarmiðstöð á sama stað og fólk dó og særðist í skotárás daginn eftir og sagði Ulf, að hver sem er, gæti lent í því að verða skotinn og týnt lífinu í Svíþjóð í dag. (©Moderaterna).

Aldrei áður hafa jafn margir verði drepnir í skotárásum í Svíþjóð eins og í ár. Fram að þessu 36 manns. Móderatar í Svíþjóð vilja skilgreina glæpahópana sem hryðjuverkahópa til þess að hægt sé að nota núverandi hryðjuverkalög til að berjast gegn glæpahópunum og drápum þeirra.

Ulf Kristersson leiðtogi Móderata sagði í ræðu í Strängnäs í gær að „sumarið í ár er það blóðugasta í nútíma sögu Svíþjóðar. Aldrei hafa jafn margir verið drepnir áður. Fram að þessu 36 manns.” Hann benti einnig á að langtíma atvinnuleysi hefur bitið sig fast í nýjum hæðum og að Svíþjóð stendur ekki við eigin umhverfismarkmið. „Það er ekki lengur hægt að láta hlutina ganga svona” sagði Kristersson og lofaði að „hætt yrði að gera glæpamönnum til geðs” ef Móderatar verða í ríkisstjórn.

Hann vill að núverandi hryðjuverkalög verði virkjuð í baráttunni gegn glæpahópunum:

„Sækja verður hart að hverjum einstaka glæpamanni: Við skulum taka burtu peningana þeirra, bíla og úr. Við skulum hlera þá og heimsækja. Engin börn eiga að þurfa að neyðast til að vaxa upp í grófu afbrotaumhverfi, það á að annast þau. Sá sem er meðlimur í glæpahóp og er ekki sænskur ríkisborgari, skal vísað úr landi. Við munum innleiða eftirlitssvæði og tvöfalda refsingu glæpamannanna.”

1 272 skotárásir, 169 drepnir og 450 særðir síðan 2018

Hér er linkur á heimasíðu SVT, sem sýnir 218 skotárásarstaði í Svíþjóð í ár með upplýsingum um særða og drepna.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila