Blóðugt andlit vitnisþöggunar í Svíþjóð – allt færri þora að bera vitni í réttarhöldum gegn glæpamönnum

Óöldin í Svíþjóð er orðin slík að sífellt færri þora að vitna í réttarhöldum. Myndin að ofan er af Emmu 17 ára sem móðir hennar Anna Larsson hefur deilt á samfélagsmiðlum öðrum til varnaðar. Anna skrifaði á Facebook s.l. föstudag: 

„Í gærkvöldi var dóttir okkar misþyrmt af þremur grímuklæddum mönnum. Misþyrmingin átti sér stað á Backa kyrkogata 9 í skógarbletti beint á móti forskóla á Hisings-Backa. Hefur einhver heyrt eða séð eitthvað í gærkvöldi (fimmtudagskvöld) þá verður það mikils metið að þið hafið samband við lögregluna. Búið er að kæra árásina til lögreglunnar og hún hefur fengið heilahristing og á að athuga hvort hún hafi verið nefbrotin og með meiri skaða í munni þótt það sé ekki lífshættulegt. Marblettir á höndum og fótum.  3 menn á einni stúlku, sem spörkuðu í hana og slógu með hnefunum í andlit hennar, þegar hún lá á jörðunni! Í hvers lags samfélagi lifum við!???”

Sunnudagskvöld þakkaði Anna öllum þeim fjölda sem höfðu haft samband við hana símleiðis og gegnum netið og stutt fjölskylduna í þessum hremmingum. Þá hafði Emma verið rannsökuð enn frekar og staðan þessi:

„Henni líður ekki svo vel hvorki líkamlega né andlega og við erum öll í áfalli, í uppnámi og leið yfir árásinni. Hún er e.t.v með sprungið kinnbein, sköðuð á augun, með brotið nef, 2 útslagnar tennur, eina skaðaða framtönn og heilahristing og marbletti út um allt. Við vonumst svo sannarlega að lögreglan nái þeim sem gerðu þetta.”

Blaðið Samhällsnytt talaði við Önnu Larsson móður Emmu, þar sem hún segir að árásarstaðurinn sé einungis 200 metra frá heimilinu. Stóð árásin yfir í 10 mínútur og svartklæddir árásarmennirnir voru með grímur og handska. Hún var ekki rænd og einungis þegar vinkona hennar reyndi að koma henni til aðstoðar sýndu árásarmennirnir vinkonu hennar athygli. Hér var því um meðvitaða og fyrirfram undirbúna árás á Emmu að ræða. Anna segir við blaðið að hana gruni að árásin sé vegna vitnisburðar sem Emma veitti í réttarhöldum í máli innflytjenda sem var dæmdur fyrir að hafa misþyrmt vini hennar. Sé það rétt, sem allt bendir til, þá eru glæpamennirnir hér að kenna Svíum, að það borgi sig ekki að vitna. Í sumum öðrum dæmum komast vitni ekki lifandi frá.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila