Blökkumenn fá sérstaka merkingu fyrirtækja sinna á landakortum Google „til að auka kynþáttajafnrétti”

Google fylgir Black Lives Matter og innleiðir nýtt merki fyrir fyrirtæki í eigu blökkumanna. Verður framvegis hægt að sjá á landakorti Googles hvar fyrirtæki blökkumanna eru staðsett og fá þau sérstakt auðkenni. Google segist gera þetta til að styðja fyrirtæki blökkufólks og auka réttlæti milli fólks af mismunandi kynþáttum.  

Samkvæmt sérstökum leiðbeiningum þarf aðeins að fara inn á skráningarsíðu og gefa upp að eigendur viðkomandi fyrirtækis séu blökkumenn og þá birtist merkið í upplýsingum um fyrirtækið. Google býður einnig ókeypis ráðgjöf til þeldökkra fyrirtækjaeigenda og einnig þeim sem koma frá Latín Ameríku. 

Dönsk reiði í garð Google

Mikil ilska ríkir í garð Google í Danmörku eftir að netrisinn lokaði á app fyrir börn „því þáttarstjórnandinn hvetur til reykinga hjá börnum með því að borða lakkríspípur.” Kom lokunin í kjölfar langrar deilu um höfundagreiðslur til tónlistarmanna en Google vill lækka greiðslur til tónlistarhöfunda sem dönsku höfundarréttarsamtökin Koda hafa neitað að samþykkja. Greip Google þá til þess ráðs að fjarlægja app danska ríkisútvarpsins af síðum sínum en vegna gríðarlegrar reiði hjá Dönum, þá neyddist Google að setja appinn aftur inn á síður sínar. 

Google segir að lakkríspípan sé „yfir þolmörk” og á mánudaginn kallaði Joy Mogensen menntamálaráðherra Dana fulltrúa Google og Youtube á fund til að ræða málin:

„Þetta lýsir hversu stórt vandamál tæknirisarnir eru orðnir í nútíma fjölmiðlaheimi. Það á ekki ekki að sniðganga þá en þeir virða oft ekki innihald þeirra markaða þar sem þeir starfa og sækja gróða sinn til. Þetta á sérstaklega um tónlist en einnig annað innihald” skrifar Joy Mogensen.

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila