Boð og bönn leysa engan vanda

Jón Gnarr leikari, rithöfundur og fyrverandi borgarstjóri

Þegar vandamál koma upp í samfélaginu hættir ráðandi öflum til þess að leysa vandamálin með boðum og bönnum, sem síðan sjaldnast leysa vandann. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gnarr leikara, rithöfundar og fyrrverandi borgarstjóra í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag.

Jón segir enga þörf fyrir bönn og það sé í raun fúsk að setja þau af litlu sem engu tilefni

mönnum myndi finnast það fáránlegt í dag að setja til dæmis bann við frjálsum útvarpsstöðvum, það fara ekkert allir út í svoleiðis rekstur og það verður aldrei ringulreið þó ekki sé bann við því, svo getum við nefnt kvikmyndaeftirlit ríkisins, það er gott dæmi um hversu fáránlegt er að setja bönn við einhverju sem skiptir engu máli, það er þó auðvitað nauðsynlegt að hafa einhverjar reglur um það sem snýst um almannaöryggi„,segir Jón.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila