Fáir stjórnmálamenn sem hafa kjark eins og Jón Baldvin að skipta um skoðun í Evrópumálunum

Í þættinum var rætt um bók Jóns Baldvins en hún ber heitið Tæpitungulaust

Það eru fáir stjórnmálamenn sem búa yfir þeim kjarki sem þarf til þess að breyta um skoðun í Evrópumálunum, en það hefur Jón Baldvin Hannibalsson.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Styrmir bendir á að stjórnmálamaður sem breytir um skoðun eins og Jón Baldvin hefur gert á undanförnum árum geti orðið fyrir harðri gagnrýni af hálfu sinna félaga, en þrátt fyrir það hafi það ekki stöðvað Jón í því að hafa sjálfstæða skoðun sem hann sé óhræddur við að bera á torg.

Styrmir segir að í bók Jóns Baldvins sem kom út á dögunum og ber heitið Tæpitungulaust megi sjá hvernig skoðanir og stjórnmálahugmyndir Jóns hafi þróast í gegnum árin og sé afar fróðleg fyrir alla þá sem láta sig stjórnmálin varða, ekki síst ungt vinstra sinnað fólk og bókin fullt erindi sem innlegg inn í nútímapólitík.

Í þættinum var rætt um bók Jóns Baldvins en hlusta má á viðtalið og fræðast meira um innihald bókarinnar í spilaranum hér að neðan. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila